Jafnt í úrslitaeinvíginu eftir vítakeppni

Harpa Kjartansdóttir og stöllur í Fjölni jöfnuðu metin.
Harpa Kjartansdóttir og stöllur í Fjölni jöfnuðu metin. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Fjölnir jafnaði í kvöld metin í 1:1 í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í íshokkí eftir sigur á SA í öðrum leik liðanna í Skautahöllinni Egilshöll. Réðust úrslitin í vítakeppni.

Amanda Bjarnadóttir kom SA yfir á 5. mínútu en Kolbrún Garðarsdóttir jafnaði í 1:1 fimm mínútum síðar.

Sveindís Sveinsdóttir kom SA aftur yfir á 15. mínútu og var staðan 2:1 allt fram að 56. mínútu er Sigrún Árnadóttir jafnaði og tryggði Fjölni framlengingu.

Ekkert var skorað í framlengingunni og réðust úrslitin því í vítakeppni. Í henni voru skoruð tvö mörk gegn einu og fagnaði Fjölnir sætum sigri.

Þrjá sigra þarf til að verða Íslandsmeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert