Hreinsaður af ásökunum

Christian Horner, liðsstjóri Red Bull.
Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. AFP/Andrej Isakovic

Christian Horner, liðsstjóri keppnisliðs Red Bull í Formúlu 1, hefur verið hreinsaður af ásökunum um að hafa sýnt af sér óviðeigandi hegðun í garð samstarfskonu sinnar eftir innri rannsókn Red Bull.

Horner, sem er fimmtugur, var sakaður um óviðeigandi og stjórnandi hegðun og kom Red Bull í kjölfarið á fót rannsókn.

„Red Bull er þess fullvisst að rannsóknin hafi verið sanngjörn, nákvæm og hlutlaus. Kvartandi hefur rétt á því að áfrýja niðurstöðunni,“ sagði talsmaður fyrirtækisins.

Horner, sem hefur verið liðsstjóri Red Bull frá árinu 2005, neitaði sök og mun halda áfram í starfi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert