Anton bestur í undanrásunum í Chicago

Anton Sveinn McKee náði góðum tíma í dag og varð …
Anton Sveinn McKee náði góðum tíma í dag og varð fyrstur. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Anton Sveinn McKee fékk besta tímann af 58 keppendum í undanrásunum í 100 metra bringusundi á móti í atvinnumótaröð bandaríska sundsambandsins í Chicago í dag.

Anton synti 100 metrana á 1:00,91 mínútu og var því ekki langt frá Íslandsmetinu í greininni, 1:00,32 mínútu, sem hann setti fyrir tæplega fimm árum.

Næstur á eftir honum var Will Licon á 1:01,48 mínútu og þriðji varð Tommy Cope á 1:01,75 mínútu.

Úrslitasundið í greininni er seint í kvöld en þar keppa átta bestu í A-úrslitum mótsins. Anton  verður síðan aftur á  ferðinni á morgun í sinni aðalgrein, 200 metra bringusundinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert