Ein besta crossfit-kona landsins hætt

Sólveig Sigurðardóttir er hætt keppni eftir góðan feril.
Sólveig Sigurðardóttir er hætt keppni eftir góðan feril. Ljósmynd/Solasigurdardottir

Crossfit-konan Sólveig Sigurðardóttir, sem keppti m.a. á heimsleikunum árið 2022, er hætt í íþróttinni. Greindi hún frá í myndbandi á Youtube-síðu sinni í dag.

„Ég er þakklát fyrir öll tækifærin sem ég hef fengið. Ég lagði mikið í þetta og stundum er ég leið yfir að hafa ekki náð að njóta meira,“ sagði hún m.a. í myndbandinu.

Þá greindi hún frá glímu sinni við andleg veikindi í kjölfar heimsleikanna árið 2022.

„Ég var brotin eftir á og reyndi mitt besta árið 2023 en ég hafði ekki náð mér andlega,“ sagði hún.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka