Anton sigraði í Chicago

Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. mbl.is/Óttar Geirsson

Anton Sveinn McKee sigraði í  úrslitasundinu í 100 metra bringusundi á Tyr Pro Swim atvinnumótaröðinni í sundi í Chicago í nótt.

Anton synti á 1:00,48 mínútu og var rúmlega hálfri sekúndu á undan Tommy Cope sem varð annar á 1:01,02 mínútu. Þriðji varð Will Licon á 1:01,21 mínútu.

Anton hjó nærri tæplega fimm ára gömlu Íslandsmeti sínu í greininni sem er 1:00,32 mínúta en hann varð fyrstur í undanrásunum í gær á 1:00,91 mínútu.

Í dag keppir Anton í aðalgrein sinni, 200 metra bringusundi, á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert