Anton tvöfaldur meistari í Chicago

Anton Sveinn McKee var í góðu formi í Chicago.
Anton Sveinn McKee var í góðu formi í Chicago. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Anton Sveinn McKee sigraði í 200 metra bringusundi á bandarísku atvinnumannamótaröðinni Tyr Pro Swim Series í Chicago í kvöld.

Anton, sem varð þriðji í undanrásunum í dag, vann nokkuð sannfærandi sigur og kom í mark á 2:10,03 mínútum, tæpri sekúndu á undan Will Licon sem varð annar á 2:10,96 mínútum. Þeir voru í sérflokki en þriðji varð Josh Bey á 2:13,21 mínútum.

Þar með varð Anton tvöfaldur sigurvegari á mótinu en hann sigraði einnig í 100 metra bringusundinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert