Í bann fyrir að kýla andstæðing

Adam Smith-Neale var ekki sáttur við óvænt tap.
Adam Smith-Neale var ekki sáttur við óvænt tap. Ljósmynd/Alþjóðlega pílukastssambandið

Atvinnumaðurinn Adam Smith-Neale, sem er á 82. sæti á heimslistanum í pílukasti, hefur verið úrskurðaður í ótímabundið bann fyrir að kýla andstæðing sinn á móti á Englandi um  helgina.

Englendingurinn Smith-Neale var vægast sagt ósáttur við að tapa á móti áhugamanni á mótinu og brást við með að kýla hann eftir leik.

Ætlaði andstæðingur hans, sem ekki var nafngreindur í grein The Guardian um málið, að þakka honum fyrir leikinn en fékk þess í stað hnefa í andlitið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert