Anna Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sagði í dag að rússneskir og hvítrússneskir íþróttamenn væru „óvelkomnir“ á Ólympíuleikanna sem verða haldnir í frönsku höfuðborginni í sumar.
„Ég vil láta rússneska og hvítrússneska íþróttamenn vita að þeir eru óvelkomnir í París og láta úkraínska íþróttamenn og úkraínsku þjóðina vita að við styðjum hana af heilum hug,“ sagði Hidalgo í myndskeiði sem úkraínski miðilinn United News birti.
Hidalgo er nú stödd í Kænugarði þar sem hún heimsótti meðal annars æfingamiðstöð fyrir úkraínska íþróttamenn.
Rússneskir íþróttamenn mega keppa á Ólympíuleikunum í sumar undir hlutlausum fána.
Rússlandi og Hvíta-Rússlandi hefur verið bannað að taka þátt í opnunarathöfn leikanna sem hefjast 26. júlí og lýkur þeim 11. ágúst.
Yfirvöld í Moskvu hafa sakað alþjóðaólympíunefndina um „nýnasisma.