Anton fjórði í Stokkhólmi

Anton Sveinn McKee endaði í fjórða sæti.
Anton Sveinn McKee endaði í fjórða sæti. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Anton Sveinn McKee, fremsti sundmaður Íslands, varð í fjórða sæti í 100 metra bringusundi á Opna Stokkhólmsmótinu í dag.

Ólympíufarinn synti vegalengdina á 1.00,94 mínútu. Bætti hann tímann sinn frá því í undanúrslitum um 0,2 sekúndur.

Hollendingurinn Anrno Kamminga kom fyrstur í mark á 59,23 sekúndum og landi hans Casper Corbeau varð annar á 59,58 sekúndum.

Anton varð í þriðja sæti í 200 metra bringusundi á sama móti í gær, en það er hans sterkasta grein.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sem varð önnur í 200 metra skriðsundi í gær, á eftir að synda 100 metra skriðsund en sú grein fer fram á mánudaginn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert