Andrea sigraði í Króatíu

Andrea Kolbeinsdóttir gerði það gott í Króatíu.
Andrea Kolbeinsdóttir gerði það gott í Króatíu. mbl.is/Hákon Pálsson

Andrea Kolbeinsdóttir gerði góða ferð til Króatíu um helgina því hún sigraði þar í utanvegahlaupi í Istria, UMTB-hlaupinu, sem var 42 kílómetrar.

Hún hljóp vegalengdina á 3:34,32 klukkustundum og kom í markið rúmum 20 mínútum á undan næstu konu, Claudiu Tremps frá Spáni.

Thelma Björk Einarsdóttir varð síðan fjórða í hlaupinu á 3:58,51 klukkustundum.

Í karlaflokki varð Egill Gunnarsson þriðji á sömu vegalengd, hljóp á 3:24,22 klukkustundum, og Guðlaugur Ari Jónsson varð fimmti á 3:36,07 klukkustundum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert