ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir og FH-ingurinn Þorsteinn Roy Jóhannsson urðu Íslandsmeistarar í 5 kílómetra götuhlaupi á Meistaramóti Íslands í Reykjavík í dag.
Andrea kom fyrst í mark í kvennaflokki á tímanum 16:39 mínútur, sem er annar besti tími kvenna frá upphafi í mótinu.
Íris Anna Skúladóttir úr FH kom önnur í mark á tímanum 17:29 mínútur og þriðja var samherji Írisar Embla Margrét Hreimsdóttir á tímanum 17:36 mínútur.
Þorsteinn vaar fyrstur í mark karlamegin á tímanum 15:24 mínútur. FH-ingurinn Búi Steinn Kárason kom annar í mark á tímanum 15:41 mínúta og þriðji var ÍR-ingurinn Logi Ingimarsson á tímanum 15:46 mínútur.