Guðlaug Edda nánast örugg með Ólympíusæti

Guðlaug Edda er í Ólympíuhóp ÍSÍ
Guðlaug Edda er í Ólympíuhóp ÍSÍ Ljósmynd/ÍSÍ

Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð þriðja í Asia Triathlon Cup sem fram fór í Osaka í Japan. Guðlaug hefur líklega tryggt sér þáttökurétt á Ólympíuleikunum en það skýrist á næstu dögum.

Guðlaug stefnir á boðsæti á Ólympíuleikunum en hún er á síðasta snúning eftir erfið meiðsli og uppskurð á mjöðm á síðasta keppnistímabil.

Þetta var þriðja keppni Guðlaugar í maí mánuði en áður hafði hún unnið keppni í Nepal og náð öðru sæti á Filippseyjum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert