Ég er í spennufalli og sjokki

Guðlaug Edda Hannesdóttir keppir á ÓL 2024 í París.
Guðlaug Edda Hannesdóttir keppir á ÓL 2024 í París. Samsett mynd

Guðlaug Edda Hannesdóttir fékk fréttir um að hún myndi keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í París í sumar eftir að hún lagði af stað í langt flug frá Japan til London.

Hún verður fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum en Alþjóða þríþrautarsambandið staðfesti í dag þátttöku hennar í París.

Mbl.is náði í hana í háloftunum rétt í þessu.

„Ég er í spennufalli og sjokki, veit ekki hvort ég eigi að gráta eða brosa, og það er enn eftir tólf klukkustundir af fluginu áður en ég lendi í London. Svo á ég eftir að bíða þar í sex tíma áður en ég flýg heim," sagði Guðlaug Edda, í talsverðri geðshræringu yfir þessum góðu fréttum.

„Ég er ótrúlega þakklát fyrir fólkið sem stóð með mér í gegnum þetta ferli og sá stuðningur var algjörlega ómetanlegur," sagði Guðlaug Edda enn fremur við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert