Mætti á hækjum en vann silfur

Bergrós Björnsdóttir skrifaði sig í sögu íslenskra lyftinga.
Bergrós Björnsdóttir skrifaði sig í sögu íslenskra lyftinga. Ljósmynd/Lyftingasamband Íslands

Lyftingakonan Bergrós Björnsdóttir vann silfur í -71kg flokki kvenna á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Líma í Perú um helgina. 

Hún lyfti samanlagt 198kg. Er hún fyrst Íslendingurinn til að vinna sér inn verðlaun á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum. 

Tuttugu keppendur voru í flokki Bergrósar. Hún hóf keppni á snörun þar sem hún lyfti mest 88kg. 

Síðan í jafnhendingu lyfti hún mest 110kg og vann bronsverðlaun í þeirri grein. 

Ásamt því að vinna silfurverðlaun bætti Bergrós árangur sinn um 17kg og sló öll Íslandsmet Úlfhildar Örnu Unnarsdóttur í flokki U17. 

Innan við viku fyrir mótið keppti Bergrós í Crossfit-keppni í Frakklandi. Þar snéri hún sig á ökkla í einni af síðustu greinunum og mætti til Perú á hækjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert