Er keppni Guðlaugar Eddu hættuleg?

Guðlaug Edda Hannesdóttir keppir í þríþraut á Ólympíuleikum, fyrst Íslendinga.
Guðlaug Edda Hannesdóttir keppir í þríþraut á Ólympíuleikum, fyrst Íslendinga. mbl.is/Árni Sæberg

Þríþraut­ar­kon­an Guðlaug Edda Hann­es­dótt­ir kepp­ir á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís í sum­ar. Hún verður fyrst Íslend­inga til að keppa í þríþraut á Ólymp­íu­leik­um.

Guðlaug Edda hef­ur unnið til verðlauna á þrem­ur alþjóðleg­um þríþraut­ar­mót­um í Asíu í þess­um mánuði og sá ár­ang­ur hef­ur tryggt henni nægi­lega gott sæti á styrk­leikalista Alþjóða þríþraut­ar­sam­bands­ins til þess að fá út­hlutað boðssæti á leik­un­um.

Í þríþrautarkeppni er keppt í sundi, hjólreiðum og hlaupi. Fyrst er synt í einn og hálfan kílómetra í opnu vatni. Síðan eru hjólaðir 40 kílómetrar og loks hlaupnir tíu kílómetrar. 

Sjónvarpsstöðin France 24 í Frakklandi lýsir hins vegar yfir miklum áhyggjum tengdum þríþrautarkeppninni. 

Útisund leikana fer fram í ánni Signu. Áhyggjurnar liggja þar en Parísarbúum hefur verið meinað að synda í Signu í hundrað ár. Miklu er tjaldað til að hreinsa ána, en tekst það?

France 24 greinir jafnframt frá því að lítið sé um svör þegar leitast er eftir upplýsingum um mælingar á sýkla- og veirufjölda í ánni. Fréttakona segist sjá merki um að enn séu óhreinindi í ánni. 

Mótshaldarar halda hins vegar í vonina um að ná að hreinsa ána fyrir mótið. Þá hafa keppendur verið bólusettir fyrir fjölmörgu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert