„Þetta lítur ekki vel út og þríþrautarsamfélagið logar aðeins út af þessu öllu saman,“ sagði þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir í Fyrsta sætinu.
Guðlaug Edda, sem er 29 ára gömul, verður á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í París sem fram fara í sumar og verður þá fyrst Íslendinga til þess að keppa í greininni á leikunum.
Keppendur í þríþraut munu synda í Signu í París en Parísarbúum hefur verið meinað að synda í ánni í yfir hundrað ár vegna óhreininda í ánni.
„Maður vonast til þess að það rigni sem minnst í sumar því rigning hefur víst mjög jákvæð áhrif á alla sýklana í ánni,“ sagði Guðlaug Edda.
„Ég reikna með því að við verðum látin synda í ánni en mögulega verður keppnin færð um einn til tvo daga, ef það er til dæmis spáð rigningu á áætluðum keppnisdegi. Þeir eru með tæki og tól til þess að mæla þetta allt saman en maður vonar það besta.
Mögulega fær maður einn góðan niðurgang beint eftir keppnina en það verður bara að hafa það,“ sagði Guðlaug Edda meðal annars í léttum tón.