Hengilshlauparar lagðir af stað

Enn er hægt að skrá sig í 5 km hlaupið …
Enn er hægt að skrá sig í 5 km hlaupið og þeir sem hafa hug á að sækja veisluhöldin eru hvattir til þess að kaupa miða á vefsíðu Hengils eða á Hengill Expó. Ljósmynd/Aðsend

Hlauparar í 106 km hlaupi Hengils Ultra er lagðir af stað. Hlaupið hófst klukkan 18 í kvöld í Hveragerði og tekur 21 þátt í hlaupinu.

Markmiðið er að hlaupa 106 km yfir nóttina. Í fyrramálið hefst 53 km hlaupið og þannig heldur áfram næstu daga þar til að 1360 hlauparar verða komnir af stað. 

Ólympíumeistari heiðursgestur

Hengill Ultra býður upp á fimm mismunandi hlaupabrautir. Reyndustu hlaupurunum stendur til boða að spreyta sig á 106, 53 og 26 kílómetra brautum, en einnig er boðið upp á 10 og 5 kílómetra. 

153 erlendir hlauparar frá 32 mismunandi löndum taka þátt í hlaupinu í ár. Flestir frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi og Mexíkó. 

Ljósmynd/Aðsend

Spænski hlauparinn Chema Martínez er heiðursgestur hlaupsins í ár, en hann vann gullverðlaun í 10.000 metra hlaupi á EM í frjálsum íþróttum árið 2002 og silfur í sömu grein árið 2006 og lengi mætti telja. 

Herra hnetusmjör stígur á svið

Samhliða hlaupinu opnar Hengill Expó. Þar verða Útilíf og Fætur toga með útsölumarkaði og aðra sérverslanir með tilboð og kynningar á vörum. 

Að kvöldi laugardags verður boðið til veislu í íþróttahúsinu í Hveragerði með tónlistarmönnunum Doctor Victor og Herra Hnetusmjöri. 

Enn er hægt að skrá sig í 5 km hlaupið og þeir sem hafa hug á að sækja veisluhöldin eru hvattir til þess að kaupa miða á vefsíðu Hengils eða á Hengill Expó. 

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert