Fá silfurmedalíuna eftir 124 ára bið

Ólympíuleikarnir árið 1900 fóru fram í París, rétt eins og …
Ólympíuleikarnir árið 1900 fóru fram í París, rétt eins og á þessu ári, 124 árum síðar. AFP/Joel Saget

Alþjóða ólympíunefndin hefur úrskurðað að Frakkland skuli hljóta silfurverðlaun sem féll í skaut Bretlands á Ólympíuleikunum sem fram fór í París aldamótaárið 1900.

Lloyd Hildebrand frá Bretlandi hafnaði í öðru sæti í 25 kílómetra hjólreiðum karla á leikunum og Bretar voru þar með skráðir með silfurverðlaunin í greininni.

„Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að þó Hildebrand væri breskur ríkisborgari þá var hann fæddur og alinn upp í Frakklandi og keppti fyrir franskt félag, bæði fyrir og eftir leikana í París árið 1900. Verðlaunin sem Hildebrand vann verða nú skráð á frakkland í stað Bretlands í opinberum metaskrám Ólympíuleikanna 1900 og í gagnagrunni IOC," segir í yfirlýsingu sem Alþjóða ólympíunefndin, IOC, birti í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert