Hálfs árs bið eftir sæti

Hákon Þór Svavarsson keppir í leirdúfuskotfimi á Ólympíuleikunum í París.
Hákon Þór Svavarsson keppir í leirdúfuskotfimi á Ólympíuleikunum í París. Ljósmynd/ÍSÍ

„Tilfinningin er mjög góð. Þetta er búin að vera mikil bið eftir því að sjá hvernig þetta fari,“ sagði skotíþróttamaðurinn Hákon Þór Svavarsson, 46 ára Selfyssingur sem er á leið á sína fyrstu Ólympíuleika í næsta mánuði, í samtali við Morgunblaðið.

Hákon Þór mun á leikunum í París keppa í leirdúfuskotfimi með haglabyssu, eða „skeet“ á ensku. Alls eru 28 keppendur í greininni. Hann hefur unnið hörðum höndum að því að komast á Ólympíuleikana undanfarin misseri og fékk formlegt boð um þátttöku í vikunni. Alþjóðaólympíunefndin staðfesti svo þátttöku Hákonar Þórs á fimmtudag.

„Maður getur unnið sér inn pláss með því að komast í úrslit á alþjóðlegum mótum í þessari íþrótt. Þá máttu eiginlega ekki klikka á einu skoti þegar þú ert að skjóta 125 skotum. Ég er nú ekki alveg kominn þangað en svo var þetta boðssæti í boði.

Til þess að koma til greina þarftu að vera búinn að gera eitthvað af viti. Þeir hjá Alþjóðaskotsambandinu mæltu með mér. Þannig varð þetta til,“ sagði Hákon Þór um aðdragandann að því að hann fékk boðssæti.

Allt þetta púður í vitleysu?

Hákon Þór fékk veður af því að mælt hefði verið með honum fyrir boðssætið í upphafi þessa árs og því hefur biðin verið löng og ströng.

„Það var nú svolítið flókið að bíða. Ég hitti forseta Alþjóðaskotsambandsins í Marokkó og þá stakk hann því að mér að þeir hefðu mælt með mér.

Viðtalið í heild sinni er í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert