Frjálsíþróttakonan Hulda Sigurjónsdóttir bætti sitt eigið Íslandsmet í sleggjukasti á Innanfélagsmóti Ármanns sem fram fór þann 13. júní síðastliðinn.
Hulda, sem keppir í flokki F20 greindarskertra eða þroskahamlaðra, kastaði þá sleggjunni 32,10 metra.
Ekki er langt síðan Hulda hafði bætt metið en þá kastaði hún sleggjunni 31,95 metra á ÍR-velli í maímánuði.
Bætti hún því eigið met um 15 sentimetra.