Anton Sveinn fyrstur allra í mark

Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anton Sveinn McKee kom fyrstur allra í mark í undanrásum Evrópumótsins í 200 metra bringusundi í Belgrad í Serbíu í morgun. 

Anton keppti í þriðja og síðasta riðlinum og kom í mark á tímanum 2:11,59 mínútur. 

Anton kom fyrstur í mark í sínum riðli sem og af öllum. Hann keppir í undanúrslitum klukkan 17.34 á eftir. 

Snæfríður Sól keppti í 200 metra skriðsundi í morgun og kom fjórða í mark, sem í leiðinni tryggði henni örugglega í undanúrslit. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert