Anton missti naumlega af verðlaunum

Anton Sveinn McKee á fullri ferð í úrslitasundinu í dag.
Anton Sveinn McKee á fullri ferð í úrslitasundinu í dag. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Anton Sveinn McKee missti naumlega af verðlaunum í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug í Belgrad í Serbíu í dag.

Anton var í gríðarlega harðri baráttu um verðlaunasæti en varð að sætta sig við fjórða sætið á 2:10,28 mínútum.

Lyubomir Epitropov frá Búlgaríu og Erik Persson frá Svíþjóð deildu gullverðlaununum en þeir syntu báðir á 2:09,45 mínútum. Jan Kalusowski frá Póllandi náði svo bronsinu af Antoni á 8/100 úr sekúndu en hann synti á 2:10,20 mínútum.

Anton synti á 2:10,14 mínútum í undanúrslitum mótsins í gær þegar hann fékk besta tíma allra keppenda í greininni.

Íslandsmet Antons í greininni frá árinu 2017 er 2:08,74 mínútur.

Anton Sveinn McKee á fullri ferð í lauginni í Belgrad.
Anton Sveinn McKee á fullri ferð í lauginni í Belgrad. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert