Róbert á Paralympics

Róbert Ísak Jónsson.
Róbert Ísak Jónsson. mbl.is/Víðir Sigurðsson

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson keppir á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympic, í París í sumar. Róbert fær svokallaða Bipartite-úthlutun en slík boð eru veitt hæfum íþróttamönnum sem ná ekki lágmörkum af einhverjum ástæðum.

Róbert Ísak keppti í úrslitum í flugsundi á leikunum í Tókýó 2021 en náði ekki lágmarki fyrir mótið í sumar vegna veikinda. Róbert keppir fyrir SH og Íþróttafélagið Fjörð.

Róbert keppir í 100 metra flugsundi í flokki S14 en undanrásir fara fram 29. ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert