Birna og Ingibjörg settu mótsmet

Þær Birna Kristín Kristjánsdóttir og Ingibjörg SIgurðardóttir settu báðar mótsmet.
Þær Birna Kristín Kristjánsdóttir og Ingibjörg SIgurðardóttir settu báðar mótsmet. Ljósmynd/FRÍ

Smáþjóðameistaramótið í frjálsum íþróttum fór fram á Gíbraltar í gær og Ísland náði flestum gullverðlaunum, eða 7 talsins, auk þess að vinna ein silfur og ein bronsverðlaun. 

Auk þess settu Íslendingar tvö mótsmet og eitt aldursflokkamet.

Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki vann langstökkið með stökki upp á 6,46m. sem er mótsmet, aldursflokkamet í flokki 23 ára og yngri og annað lengsta stökk sem íslensk kona hefur stokkið.

Ingibjörg Sigurðardóttir sem æfir í Danmörku setti einnig mótsmet þegar hún vann 400m grindahlaup kvenna á tímanum 60,22 sekúndum.

Birta María Haraldsdóttir vann hástökkið með stökki upp á 1,85 m. Hún var nálægt því að stökkva 1,89m. sem hefði verið nýtt Íslandsmet en Þórdís Lilja Gísladóttir á metið sem er 1,88 og er 34 ára gamalt.

Guðni Valur Guðnason sigraði í kringlukasti með kasti upp á 60,40 metra. Ívar Kristinn Jasonarson vann 400m grindahlaup á 53,20 sek. Júlía Kristín Jóhannesdóttir sigraði í 100 m grindahlaupi á tímanum 14,36 sekúndum.

Andrea Kolbeinsdóttir vann 5000 m hlaupið á tímanum 17:13,55 mínútum.

Erna Sóley Gunnarsdóttir vann silfurverðlaun í kúluvarpi en hún kastaði lengst 17,23m. og Embla Margrét Hreimsdóttir fékk bronsverðlaun, í 1500m en hún hljóp á 4:50:41.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert