Steven van de Velde hefur ásamt liðsfélaga sínum Matthew Immers tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í París í næsta mánuði, þar sem þeir munu keppa fyrir hönd Hollands í strandblaki. Van de Velde hefur fengið dóm fyrir nauðgun á Englandi.
Hann er 29 ára gamall og var árið 2016, þá 21 árs gamall, dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga ólögráða stúlku árið 2014.
Van de Velde var 19 ára gamall þegar hann ferðaðist frá Hollandi til Englands til þess að hitta 12 ára stúlku og hafa við hana kynmök. Vissi hann hve gömul hún var.
Fyrir rétti í Aylesbury í Buckinghamskíri á Englandi játaði van de Velde sök í þremur liðum vegna nauðgunar.
Honum var sleppt úr fangelsi árið 2017 eftir að hafa einungis afplánað eitt ár af fjórum sem fangelsisdómurinn kvað á um.