Fimmfaldur meistari missir af ÓL

Elaine Thompson
Elaine Thompson AFP

Spretthlauparinn Elaine Thompson frá Jamaíka missir af Ólympíuleikunum í París í sumar vegna meiðsla á hásin. Thompson vann gull í 100 og 200 metra hlaupum á leikunum 2016 og 2021.

Fimmtu verðlaun Thompson voru í 100 metra boðhlaupi fyrir Jamaíka í Japan 2021 en hún meiddist þann níunda júní í keppni í New York og var borin af brautinni á sjúkrabörum. Thompson var vongóð um að ná leikunum en ljóst er að svo verður ekki.

Thompson greinir frá fregnunum á Instagram síðu sinni en hún segist ætla að einbeita sér að því að ná fullum bata og snúa aftur á brautina þegar heilsan leyfir.

Elaine Thompson
Elaine Thompson AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert