Skilur stjörnuna eftir heima

Alex Morgan fær ekki tækifæri til að lyfta bikar fyrir …
Alex Morgan fær ekki tækifæri til að lyfta bikar fyrir Bandaríkin í sumar AFP/Patrick Fallon

Emma Hayes, landsliðsþjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið leikmannahóp fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Athygli vekur að Alex Morgan, skærasta stjarna liðsins undanfarinn áratug var ekki valin.

Morgan hefur spilað fyrir landslið Bandaríkjanna undanfarin fjórtán ár og á að baki 224 landsleiki og 123 mörk fyrir þjóð sína. Englendingurinn Hayes virðist kjósa fjölhæfari sóknarmenn en Morgan er klassískur markaskorari sem spilar fyrir miðju og heldur sig í námunda við vítateig andstæðingana. 

Emma Hayes þjálfar Bandaríkin
Emma Hayes þjálfar Bandaríkin AFP/C. Morgan Engel

Sophia Smith, Trinity Rodman og Mallory Swanson eru líklegastar til að skipa þrjár fremstu stöðurnar fyrir Bandaríkin í sumar en þær eru gríðarlega fljótar og fjölhæfar og ná vel saman í kerfi Hayes.

„Að búa yfir hóp með aðlögunarhæfni er mikilvægt í móti þar sem stutt er á milli leikja er mikilvægt, leikmenn sem geta spilað fleiri en eina stöðu skiptir miklu máli upp á breidd hópsins“, sagði Hayes en einungis má velja átján útileikmenn í hópinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert