FH-ingar unnu fyrstu tvær greinarnar

Embla Margrét Hreimsdóttir, til hægri, á undan Guðnýju Láru Bjarnadóttur …
Embla Margrét Hreimsdóttir, til hægri, á undan Guðnýju Láru Bjarnadóttur á lokasprettinum í 800 m hlaupi kvenna. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum hófst á Þórsvellinum á Akureyri síðdegis í dag og fjórir fyrstu Íslandsmeistararnir hafa þegar verið krýndir.

Fjölnir Brynjarsson úr FH sigraði í 800 metra hlaupi karla á 2:05,47 mínútum.

Embla Margrét Hreimsdóttir úr FH sigraði í 800 metra hlaupi kvenna á 2:21,19 mínútum.

Arnar Pétursson úr Breiðabliki sigraði í 3.000 metra hindrunarhlaupi karla á 9:58,12 mínútum.

Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR sigraði í 3.000 metra hindrunarhlaupi kvenna á 10:46,36 mínútum.

Þá eru aðeins eftir 4x100 metra boðhlaup karla og kvenna á þessum fyrsta keppnisdegi en mótið heldur áfram á morgun og þá verður margt af besta frjálsíþróttafólki landsins á ferðinni og sumt af því reynir að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum.

Fjölnir Brynjarsson, annar frá vinstri, í 800 metra hlaupi karla …
Fjölnir Brynjarsson, annar frá vinstri, í 800 metra hlaupi karla þar sem hann varð Íslandsmeistari. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Andrea Kolbeinsdóttir sigraði í 3.000 metra hindrunarhlaupi kvenna.
Andrea Kolbeinsdóttir sigraði í 3.000 metra hindrunarhlaupi kvenna. mbl.is/Hákon Pálsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert