Egill og Garima Íslandsmeistarar

Garima og Egill með verðlaunin í Fossvoginum í dag.
Garima og Egill með verðlaunin í Fossvoginum í dag. Ljósmynd/Auðbjörg Jakobsdóttir

Víkingarnir Egill Sigurðsson og Garima N. Kalugade urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í tennis en leikið var á tennisvöllum Víkings í Fossvogi.

Egill sigraði reynsluboltann Raj Kumar Bonifacius í tveimur settum, 6:2 og 7:6 í karlaflokki.

Garima hafði betur gegn Önnu Soffíu Grönholm (TFK) í kvennaflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert