Missir af móti eftir hundsbit

Nelly Korda.
Nelly Korda. AFP

Golfkonan Nelly Korda, sem er efst á heimslistanum, missir af Aramco Team Series mótinu í Englandi í næstu viku en það er hluti af evrópsku mótaröðinni.i.

Hún er 25 ára og er frá Bandaríkjunum og var sigurstranglegasti keppandin en var bitin af hundi á laugardaginn í Seattle og missir af mótinu.

„Ég þarf meiri tíma til þess að fá meðhöndlun og ná mér alveg. Ég vil biðja LET, stuðningsaðila og aðdáendur mína afsökunar á fjarveru minni, takk fyrir að sýna mér skilning og ég hlakka til að snúa til baka bráðum,“ sagði Koda á samfélagsmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert