Mótsmet féllu á Akureyri (myndir)

Baldvin Þór sló mótsmet í 1500 metra hlaupi
Baldvin Þór sló mótsmet í 1500 metra hlaupi Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Elísabet Rut Rúnarsdóttir, Kristófer Þorgrímsson og Baldvin Þór Magnússon settu mótsmet á öðrum degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fer á Akureyri.

Kristófer (FH) sigraði í 100 metra hlaupi á 10,58 sekúndum. Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson (Ármann) hafnaði í öðru sæti á 10,98, aðeins sekúndubroti á undan Sveinbirni Óla Svavarssyni (UMSS) í þriðja sætinu.

Í 100 metra hlaupi kvenna var María Helga Högnadóttir fyrst í mark á 12,02 sekúndum. Liðsfélagi hennar hjá FH, Ísold Sævarsdóttir, varð önnur á 12,18 og Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) þriðja á 12,22.

Baldvin Þór (UFA) sigraði í 1500 metra hlaupi á tímanum 3:50,87 en Fjölnir Brynjarsson (FH) pg Stefán Kári Smárason (Breiðablik) urðu í öðru og þriðja sæti.

Irma Gunnarsdóttir vann langstökkskeppnina
Irma Gunnarsdóttir vann langstökkskeppnina Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Mótsmet Elísabetar í sleggjukasti tryggði henni sigur en lengsta kast hennar var upp á 68,70 metra en liðsfélagi Elísabetar úr ÍR, Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir var önnur með lengsta kast upp á 67,12 metra. Vigdís Jónsdóttir, einnig úr ÍR, hafnaði í þriðja sæti.

Hilmar Örn Jónsson (FH) vann sannfærandi sigur í sleggjukasti karla með lengsta kast upp á 72,31 metra.

FH-ingurinn Daníel Ingi Egilsson sigraði í langstökki karla en hans lengsta stökk var 7,28 metrar. Guðjón Dunbar Diaquoi (Breiðablik) var annar og Jón Þorri Hermannsson (KFA) varð þriðji.

Kvennamegin varð Irma Gunnarsdóttir (FH) fyrst en hún stökk einum sentimetra lengra en Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðablik. Lengsta stökk Irmu var 6,32 en Birnu Kristínar 6,31. Ísold Sævarsdóttir (FH) varð þriðja.

Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason (ÍR) kastaði 61,01 metra og vann sannfærandi. Ingvi Karl Jónsson (FH) og Ísak Óli Traustason (UMSS) varð þriðji.

Lokadagur mótsins fer fram á morgun.

Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Verðlaunahafar í spjótkasti karla
Verðlaunahafar í spjótkasti karla Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Dagbjartur Daði Jónsson
Dagbjartur Daði Jónsson Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert