Tour de France hefst í dag

Jonas Vingegaard vann mótið 2023.
Jonas Vingegaard vann mótið 2023. AFP/Miguel Riopa

Frakk­lands­hjól­reiðarn­ar, Tour de France byrja í dag en hjólreiðamenn leggja afstað frá  Florence á Ítalíu.

Þetta er í fyrsta sinn sem mótið hefst á Ítalíu en mótið endar ekki í París eins og vanin er vegna Ólympíuleikanna en þess í stað endar mótið í Nice.

Mótið er 21 dagur en keppendur hjóla 3,492 kílómetra. Þriðji hlutinn er lengstur en þá er farið 229 kílómetra.

Daninn Jonas Vingegaard, ríkjandi meistarinn, hefur ekki keppt síðan í apríl þegar hann lenti í slysi og braut viðbein. Hann er þó einn af sigurstranglegustu keppendum mótsins ásamt Slóvenanum Primoz Roglic og Belganum Remco Evenepoel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert