Sló 27 ára gamalt Íslandsmet

Irma Gunnarsdóttir sló Íslandsmet í dag.
Irma Gunnarsdóttir sló Íslandsmet í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Irma Gunnarsdóttir í FH sló 27 ára gamalt Íslandsmet í þrístökki á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri í dag.

Irma stökk 13,61 metra og sló því met Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur sem var 13,18 metrar sem er frá 1997. Sara Kristín Lýðsdóttir í FH var önnur með stökk upp á 11,64 metra og Helga Þóra Sigurjónsdóttir í Fjölni þriðja en hún stökk 10,83 metra.

 Erna Sóley Gunnarsdóttir sló eigið Íslandsmet í kúluvarpi í dag en hún kastaði 17,91Irma Gunnarsdóttir var önnur með kast upp á 13,52 metra og Hekla Magnúsdóttir var þriðja en hún kastaði 11,86 metra.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir jafnaði mótsmet í hástökki þegar hún stökk 1,80m. Marsibil Þóra Hafsteinsdóttir var í öðru sæti en hún stökk 1,71m og María Rún Gunnlausdóttir var í þriðja með stökk upp á 1,65m.

Hera Christensen vann kringlukastið en hún kastaði 46,28m. Kristín Karlsdóttir var í öðru með 45,36m kast og Katharina Ósk Emilsdóttir í þriðja en hún kastaði 39,22m. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert