Leikur með bróður sínum á Wimbledon

Andy Murray við keppni á Cinch-mótinu í Lundúnum í síðasta …
Andy Murray við keppni á Cinch-mótinu í Lundúnum í síðasta mánuði. AFP/Ben Stansall

Skoski tennisleikarinn Andy Murray hefur ákveðið að draga sig úr keppni í einliðaleik á Wimbledon-mótinu í Lundúnum en hyggst taka þátt í tvíliðaleik með eldri bróður sínum Jamie.

Murray gekkst undir skurðaðgerð á baki fyrir aðeins tíu dögum síðan og átti að mæta Tékkanum Tomás Machac í einliðaleik í dag.

Í tilkynningu frá Skotanum segir hins vegar að vegna meiðslanna hafi hann neyðst til þess að draga sig úr keppni í einliðaleik.

Murray, sem er 37 ára gamall, mun taka þátt á Wimbledon-mótinu í síðasta sinn á ferlinum í ár og kvaðst í tilkynningunni hlakka til að spila með bróður sínum.

Bræðurnir hafa aldrei áður spilað saman á Wimbledon, en keppni í tvíliðaleik hefst síðar í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert