Ásmundur sænskur meistari

Ásmundur Óskar Ásmundsson, annar frá hægri, á móti með Gerplu …
Ásmundur Óskar Ásmundsson, annar frá hægri, á móti með Gerplu á Íslandi. mbl.is/Golli

Landsliðsmaðurinn Ásmundur Óskar Ásmundsson varð sænskur meistari í hópfimleikum með Brommagymnasterna í lok maí.

Ásmundur flutti til Svíþjóðar og er hluti af öflugu liðið Bromma. Hann sýndi frá nokkrum stökkum sínum á mótinu á samfélagsmiðlum en meðal annars tók hann þátt í liðsumferð á dýnu sem er tvöfalt heljarstökk með beinum líkama og tvöfaldri skrúfu.

Hann framkvæmdi einnig eina af erfiðustu framumferð sem er gerð sem er vinklað heljarstökk, kraftstökk, tvöfalt heljarstökk með beinum líkama og hálfri skrúfu.

 Ámundur er í blönduðu liði Íslands á EM 2024 sem fer fram í Baku í Aser­baíd­sj­an í októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert