Silfurverðlaunahafi á ÓL látinn 

Eric Poujade himinsæll þegar ljóst var að hann hefði unnið …
Eric Poujade himinsæll þegar ljóst var að hann hefði unnið til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. AFP/William West

Franski fimleikamaðurinn Eric Poujade er látinn, 51 árs að aldri. Poujade vann til silfurverðlauna á bogahesti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.

Fimleikasamband Frakklands tilkynnti um fráfall Poujades í dag, þar sem fram kom að hann hafi látist um síðustu helgi. Dánarorsök var ekki gefin upp.

Poujade varð Evrópumeistari á bogahesti árið 1998 og vann einnig til gullverðlauna með landsliði Frakklands í áhaldafimleikum á sama móti.

Þá vann hann til silfurverðlauna á bogahesti á HM 1994 og 1997.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert