Guðmundur í undanúrslit

Guðmundur Leo Rafnsson.
Guðmundur Leo Rafnsson. Ljósmynd/SSÍ

Guðmundur Leo Rafnsson tryggði sér sæti í undanúrslitum í 200 metra baksundi þegar hann synti í undanrásum á Evrópumeistaramóti unglinga í Vilníus í Litháen í morgun.

Hann synti gríðarlega vel, á 2:03,15 mínútum, og er með níunda besta tímann inn í 16-manna undanúrslitin, sem fara fram klukkan 16.03 í dag.

Besti tími Guðmundar í greininni er 2:03,01, sem hann synti á ÍM50 í apríl.

Guðmundur Leo er annar sundmaðurinn sem kemst í undanúrslit á EMU í ár, en Birnir Freyr Hálfdánarson synti í undanúrslitum í gær í 200m fjórsundi og hafnaði í 15. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert