Guðni ósáttur: „Þetta er ekki hótun heldur staðreynd“

„Mér finnst það leitt og þetta er okkur ekki til sóma,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í Fyrsta sætinu.

Guðni var kjörinn forseti Íslands í júní árið 2016 og tók formlega við embættinu hinn 1. ágúst sama ár en hann er mikill íþróttaáhugamaður og stundaði sjálfur handbolta og blak lengi vel. 

Stórar fjárhæðir settar í nýbyggingar

Í þættinum ræddi Guðni meðal annars um aðstöðumál íslensku landsliðanna í stærstu boltagreinunum en bæði Laugardalsvöllur og Laugardalshöll eru á undanþágu frá Alþjóðlegu sérsamböndunum.

„Viðkvæðið verður oft hvar við ætlum að taka peninginn til þess að setja í þessa uppbyggingu en við getum alveg horft til þess að stórar fjárhæðir hafa verið settar í nýbyggingar á síðustu árum eins og Hörpu, Landsbankahúsið og viðbyggingu við Alþingi,“ sagði Guðni.

„Þetta er ekki hótun heldur staðreynd, en verði ekkert að gert þá munu lið Íslands í handbolta, og jafnvel í körfubolta líka, ekki getað leikið sína heimaleiki á Íslandi vegna reglna sérsambandanna sem allir aðrir en Ísland virðast geta uppfyllt, þar með taldir frændur okkar í Færeyjum,“ sagði Guðni meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. Jóhannesson. Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert