Tilkynnt um ólympíusætið í miðasölunni á Landsmóti

Erna Sóley Gunnarsdóttir er Íslandsmethafi í kúluvarpi.
Erna Sóley Gunnarsdóttir er Íslandsmethafi í kúluvarpi. mbl.is/Hákon Pálsson

„Það er bara svakaleg gleði. Ég er ótrúlega ánægð með að fá þessar fréttir,“ sagði Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, eftir að ljóst var að hún væri á leið á Ólympíuleikana í París í lok mánaðarins. 

Erna Sóley keppir í kúluvarpi og bætti til að mynda eigið Íslandsmet í greininni á Meistaramóti Íslands á Akureyri um síðustu helgi.

„Ég var að vinna í miðasölunni á Landsmóti hestamanna þegar ég fékk símhringinguna núna áðan. Þetta er ótrúlega gaman,“ sagði hún og hló er mbl.is náði tali af Ernu Sóleyju í hádeginu í dag.

Landsmót hestamanna fer fram í Víðidal um þessar mundir og lýkur um helgina.

Nánar er rætt við Ernu Sóleyju í Morgunblaðinu á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert