Búin að stefna lengi að því

Erna Sóley Gunnarsdóttir fer á Ólympíuleikana í París.
Erna Sóley Gunnarsdóttir fer á Ólympíuleikana í París. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Frjálsíþróttakonan Erna Sóley Gunnarsdóttir er fimmti íslenski keppandinn sem tryggir sér sæti á Ólympíuleikunum í París, en þeir hefjast í lok mánaðarins.

Ernu Sóleyju, sem keppir í kúluvarpi, bárust þær fregnir í gærmorgun að hún væri á leið á sína fyrstu leika og verður um leið fyrsta íslenska konan sem keppir í kúluvarpi á Ólympíuleikum.

„Það er bara svakaleg gleði. Ég er ótrúlega ánægð með að fá þessar fréttir. Ég var að vinna í miðasölunni á Landsmóti hestamanna þegar ég fékk símhringinguna núna áðan [í gær]. Þetta er ótrúlega gaman,” sagði hin 24 ára gamla Erna Sóley og hló er hún ræddi við Morgunblaðið í hádeginu í gær.

Fyrr í vikunni var útlit fyrir að enginn íslenskur frjálsíþróttamaður ynni sér inn sæti á Ólympíuleikunum. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið gaf út styrkleikalista sína síðastliðinn þriðjudag þar sem hún var í 34. sæti í kúluvarpi kvenna og stóð best að vígi af íslenska frjálsíþróttafólkinu.

Komst upp í 31. sæti

32 efstu í hverri grein höfðu sjálfkrafa fengið keppnisrétt og var Erna Sóley því nálægt sæti á leikunum en enn rétt utan við. Beðin um að útskýra ferlið sem endaði með því að hún fékk sæti í París sagði Erna Sóley:

„Þetta var sem sagt þannig að ég var í 34. sæti þegar listinn kom út. Síðan er það þannig að fólk dettur út. Það koma til meiðsli hjá íþróttafólki eða löndin ákveða að senda ekki íþróttafólkið sitt til keppni af einhverjum ástæðum. Það færði mig upp í 31. sætið, sem þýðir að ég er að fara.“

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert