Ríkjandi meistarinn í erfiðleikum gegn Bandaríkjamanninn

Carlos Alcaraz að fagna í leikslok í gær.
Carlos Alcaraz að fagna í leikslok í gær. AFP/Glyn Kirk

Spánverjinn Carlos Alcaraz komst áfram á Wimbledon tennismótinu á Englandi eftir spennandi leik gegn Bandaríkjamanninum Frances Tiafoe í þriðju umferð sem endaði 5:7 6:2 4:6 7:6 (7:2) 6:2 í gær.

Alcaraz vann Wimbledon tennismótið í fyrra og stefnir á að endurtaka sigurinn.

Fimm sett þurfti til að knýja fram sigurvegara en Alcaraz náði því að lokum í leik sem tók þrjár klukkustundir og 50 mínútur. Alcaraz er númer þrjú á heimslistanum en Tiafoe er númer 26 svo það hefði verið mjög óvænt ef Tiafoe hefði slegið Spánverjann út.

Alcaraz mætir annaðhvort Bandaríkjamanninum Brandon Nakashima eða Frakkanum Ugo Humbert í næsta leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert