„Í allri minni löngun til þess að styðja bæði stráka- og stelpurnar okkar þá vil ég að við getum það á drengilegan máta ,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í Fyrsta sætinu.
Guðni var kjörinn forseti Íslands í júní árið 2016 og tók formlega við embættinu hinn 1. ágúst sama ár en hann er mikill íþróttaáhugamaður og stundaði sjálfur handbolta og blak lengi vel.
Guðni segir fátt meira óþolandi en þegar kynþáttaníð og fordómar blandast inn í íþróttirnar.
„Fátt finnst mér eins óþolandi og þegar þjóðremba, öfgar, fordómar og kynþáttafordómar blandast inn í íþróttir,“ sagði Guðni.
„Ég vil að við styðjum okkar lið og fyllumst heilbrigðri ættjarðarást en notum ekki íþróttirnar til þess að ala á þessum neikvæðu þáttum sem eru því miður hér og þar í samfélögum heimsins ,“ sagði Guðni meðal annars.