Biles fór 3,6 metra upp í loftið

Simone Biles á gólfi á úrtökumótinu.
Simone Biles á gólfi á úrtökumótinu. AFP/Jamie Squire

Ólympíumeistarinn Simone Biles er aðeins 142 sentímetrar á hæð en á úrtökumótinu fyrir fimleikalið Bandaríkjanna á Ólympíuleikana í París fór hún upp í 3,6 metra hæð.

Biles var með hæstu einkunn og tryggði sér sæti í liðinu með miklu öryggi en með henni skipa Suni Lee, Jordan Chiles, Jade Carey og 16 ára gamla Hezly Rivera lið Bandaríkjanna.

Biles fékk 14.850 í einkunn í undanúrslitum og 14.725 í einkunn í úrslitum á gólfi á úrtökumótinu en það er eitt af hennar bestu áhöldum.

Hún framkvæmir erfiðasta stökk í heimi á gólfi sem er tvöfalt heljarstökk afturábak með þrefaldri skrúfu og í stökkinu fór hún upp í 3,6 metra hæð.



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert