„Þetta var ótrúlegt afrek smáþjóðar“

Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. Jóhannesson. mbl.is/Eyþór

„Mér er það mjög ofarlega í huga, vegna þess að það gerðist í upphafi míns forsetatíðar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í Fyrsta sætinu.

Guðni var kjörinn forseti Íslands í júní árið 2016 og tók formlega við embættinu hinn 1. ágúst sama ár en hann er mikill íþróttaáhugamaður og stundaði sjálfur handbolta og blak lengi vel. 

Nýkjörinn í Nice

Guðni var í stúkunni þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann frækinn sigur gegn Englandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins 2016 í Nice í Frakklandi.

„Ég var nýkjörinn en hafði ekki tekið við embætti. Sá leikur var alveg ógleymanlegur og með fullri virðingu fyrir öðrum viðburðum og afrekum í minni forsetatíð, þá er það sú viðureign og þau úrslit sem munu lifa lengst,“ sagði Guðni.

„Þetta var ótrúlegt afrek smáþjóðar og þetta sýndi okkur það að okkur eru allir vegir færir ef við höfum ástríðu, trú, skipulag og hæfileika.

Ég fór einnig á Paralympics sama ár í Ríó og þar áttaði ég mig á því hversu mikið fólk getur lagt á sig, og hversu miklum árangri fólk getur náð, ef maður sýnir seiglu og þrjósku,“ sagði Guðni meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

Kolbeinn Sigþórsson skorar sigurmark Íslands gegn Englandi í Nice.
Kolbeinn Sigþórsson skorar sigurmark Íslands gegn Englandi í Nice. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert