„Ef ég væri leikmaður, þá stæði mér ekki á sama“

Úr leik Vals og Vllaznia að Hlíðarenda í gær.
Úr leik Vals og Vllaznia að Hlíðarenda í gær. mbl.is/Arnþór

„Ef ég væri leikmaður, þá stæði mér ekki á sama,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, í samtali við mbl.is, um uppá­kom­ur eft­ir Evr­ópu­leik Vals og albanska liðsins Vllaznia að Hlíðar­enda í gær.

Hljómi ekki öruggt að fara til Albaníu

„Það kæmi mér gríðarlega á óvart ef leikurinn fer fram í Albaníu, miðað við hvað gekk þarna á í gær og hvernig fólk sem tilheyrir starfsliði albanska félagsins höguðu sér,“ segir Arnar. 

„Ef það færi þannig að UEFA segir að þetta skipti engu máli og að leikurinn eigi að fara fram í Albaníu, þá er alveg ljóst að það eru mjög óeðlilegar aðstæður fyrir leikmenn og starfslið Vals að fara þarna út og þurfa að treysta á það að gæsla albanska félagsins eigi að vernda þá.“ 

Arnar segir það ekki líta út fyrir að leikmenn og starfslið Vals verði öruggt ef leikurinn verður spilaður í Albaníu og að það hljómi ekki öruggt miðað við uppákomur gærkvöldsins. 

„Ef ég væri leikmaður, þá stæði mér ekki á sama,“ segir hann að lokum. 

Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands.
Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert