Guðlaug Edda Hannesdóttir og Hákon Þór Svavarsson voru valin af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands til þess að vera fánaberar á setningarhátíð Ólympíuleikanna í París 2024.
Þetta eru fyrstu Ólympíuleikar þeirra og í fyrsta sinn sem Ísland er með fulltrúa í þeirra íþróttum en Guðlaug Edda keppir í þríþraut og Hákon í haglabyssuskotfimi.
Fulltrúar landanna sigla á Signu og þetta er stærsta setningarhátíð sem hefur verið haldin í sögu Ólympíuleikanna.