Andrea vann í fjórða sinn – fyrsti sigur Þorsteins

Andrea Kolbeinsdóttir kemur fyrst í mark í dag.
Andrea Kolbeinsdóttir kemur fyrst í mark í dag. Ljósmynd/Jón Aðalsteinn

Andrea Kolbeinsdóttir kom fyrst í mark í kvennaflokki Laugavegshlaupsins sem fram fór í 28. sinn í dag. Andrea hefur nú unnið hlaupið fjögur ár í röð. Þorsteinn Roy Jóhansson var fyrstur í mark í karlaflokki. 

Andrea, sem er margfaldur Íslandsmeistari í langlaupum og skíðagöngu kom í mark á 4:33:20 klukkutímum, rúmum 20 mínútum á undan Halldóru Huld Ingvarsdóttur.

Íris Anna Skúladóttir varð þriðja á 5:05:55 klukkutímum.

Þorsteinn Roy kom í mark á 04:13:08 klukkutímum. Sigurjón Ernir Sturluson varð annar á 4:20:32 klukkutímum og Grétar Örn Guðmundsson á 4:31:25.  

Þorsteinn Roy Jóhansson kemur fyrstur í mark í karlaflokki.
Þorsteinn Roy Jóhansson kemur fyrstur í mark í karlaflokki. Ljósmynd/Jón Aðalsteinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert