Serbneski tennisspilarinn Novak Djokovic getur unnið sinn 25. risatitil á ferlinum með sigri gegn Spánverjanum Carlos Alcaraz á Wimbledon tennismótinu í Bretlandi í dag.
Með sigri yrði Djokovic einn á toppnum yfir þá sem sigrað hafa flest risamót en hann deilir nú þeim áfanga með Margaret Court. Sigurinn yrði hans áttundi á Wimbledon sem yrði jöfnun á meti Roger Federer.
Sami úrslitaleikur fór fram á síðasta ári og hafði Alcaraz betur þá. Spánverjinn á enn eftir að tapa úrslitaleik á risamóti og á möguleika að vinna sinn fjórða risatitil á ferlinum en hann tók Opna franska fyrr á þessu ári.
Viðureignin hefst klukkan 13:00 í dag.