Áhorfandi Frakklandshjólreiðanna, Tour de France, var handtekinn í dag fyrir að kasta snakki í Slóvenann Tadej Pogacar og Jonas Vingegaard frá Danmörku í gær.
Áhorfandinn, sem virtist drukkinn, kastaði snakkinu í hjólreiðamennina þegar þeir nálguðust endamarkið á 14. dagleiðinni í gær.
Í kjölfarið var áhorfandinn handtekinn og á hann von á vænni sekt fyrir athæfið.
Pogacar er með forystu í keppninni eftir 15 dagleiðir en hann var með rúmlega mínútu forskot á Vingegaard á 15. dagleið og er heildarforskot hans komið upp í 3:09.