Þrettán ára Íslandsmeistari að gera góða hluti

Garima N. Kalugade vann Sofiyu Zakharkiv í dag.
Garima N. Kalugade vann Sofiyu Zakharkiv í dag. Ljósmynd/Tennissamband Íslands

Hin 13 ára gamla Garima N. Kalugade, Íslandsmeistari kvenna í tennis síðustu tveggja ára, er komin í úrslit á Europe Icelandic Open-mótinu, en mótið er fyrir 16 ára og yngri og er leikið á tennissvæði Víkings í Fossvogi. 

Garima hafði betur gegn Sofiyu Zakharkiv frá Búlgaríu, 6:2 og 6:1 í dag. Hún mætir hinni bresku Liv Zingg í úrslitum en Zingg lék í U14 ára keppni Wimbledon-risamótsins í síðustu viku.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 9 í fyrramálið.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert